Að ná heilsu
Já, held að heilsan sé að koma...endanleg upprisa á morgun eða hinn. Hef verið svona í slappara lagi síðustu daga. Mér hefur liðið eins og gólfi í öldruðum leigubíl. En eftir góðan kuldahroll í dag með viðkomu í skjaldamerki kapítalistans held ég að heilsan sé að koma. Þakka föruneyti hrollsins í dag...
Núna er stutt í páska...ég er búinn að versla 3 páskaegg handa gríslingunum. Það verður nú að segjast eins og er að páskaeggjagerð á Íslandi er nokkrum gæðastigum fyrir ofan því hérna í henni Danmörkinni...Íslendingarnir hafa þó vit á að nýta rýmið, en það hefur farið framhjá súkkulaði verkendum hérna úti...reyndar er Kindereggið undantekning og þaðan eru eggin í ár. Páskaeggjaútgáfa Kinderegg varð sem sagt fyrir valinu.
Jæja, best að ná í þvottinn...tók upp á því að þvo aftur...held reyndar að það hafi nú bara verið nokkuð sterkur leikur nú á þessum síðustu og verstu.
kveðja,
Arnar Thor innan við 4 ár í fertugt...úffffff
Núna er stutt í páska...ég er búinn að versla 3 páskaegg handa gríslingunum. Það verður nú að segjast eins og er að páskaeggjagerð á Íslandi er nokkrum gæðastigum fyrir ofan því hérna í henni Danmörkinni...Íslendingarnir hafa þó vit á að nýta rýmið, en það hefur farið framhjá súkkulaði verkendum hérna úti...reyndar er Kindereggið undantekning og þaðan eru eggin í ár. Páskaeggjaútgáfa Kinderegg varð sem sagt fyrir valinu.
Jæja, best að ná í þvottinn...tók upp á því að þvo aftur...held reyndar að það hafi nú bara verið nokkuð sterkur leikur nú á þessum síðustu og verstu.
kveðja,
Arnar Thor innan við 4 ár í fertugt...úffffff
Ummæli
blessaður, þú berð aldurinn vel :o) og getur þá alltaf borið fyrir þig " maður með reynslu" frasanum, svona ef einhver fer að kommenta á fjöldann.....
færð nú samt eitt knús í kreppunni.....
Heiðagella
Gott að heilsan er að koma til baka.
stuðkveðjur,
sif
Kv úr slyddunni í Kefló.
g